26.11.2008 | 12:16
Árdeigi orðið Síðdeigi........eða bara eftirmiðdegi
Það sem ég held að sé að gerast þarna er að nú á bankinn að taka félagið utan um þessar verslanir(árdeigi, minnir mig) og allt látið falla og renna sitt skeið, bankin tekur skuldirnar á sig eða öllu frekar almenningur borgar þetta í einhverju formi.
Síðan er sett á stofn nýtt félag... "síðdeigi" og þá opnar ný búð sem er skuldlaus og sömu eigendur.
En ef þið viljið lán hjá viðskiptabanka Árdeigis.... getið þið örugglega fengið lánið í fötum í stað íslensku krónunnar... þurfið allavegana ekki að hafa áhyggjur af því að fötin sem þið fáið lánuð rakni eða fuðri upp :) Hmmm.... hvaða banki ætli það sé?
Nei ég veit ekki... ekki kannski frekar en neinn annar!!!
Verslunum Next og Noa Noa lokað tímabundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 14:37
Hvað með fjármálaeftirlitið? Á það ekki þá að axla sömu ábyrð?
Mikið rosalega er ég orðin þreytt á þessu flokkskjaftæði!!!!
Það er fínt að beina athyglinni á Seðlabankastjórn og heimta að þeir og forysta ríkisstjórnarinna axli ábyrgð. (lesist Sjálfstæðisflokkurinn)
Afhverju lýsti Samfylking ekki vantrausti einnig á Fjármálaeftirlitið á sama tíma og þeir lýstu yfir vantrausti á Seðlabankastjórn??
Er hugsanlegt að í lykilstöðum innan Fjármálaeftirlitsins séu "vinir og vandamenn" samfylkingar?
Nei ég bara spyr.
Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |